Um miðjan mars áttu formaður FK, Hrafnhildur Gunnarsdóttir og Sverre Pedersen formaður Norsk Filmforbund fund í Oslo um þá stéttarfélagsbaráttu sem framundan er hjá kvikmyndgerðarmönnum á Íslandi. Sverre Pedersen bauðst til að aðstoða FK í því ferli sem er framundan og bauð FK að gerast systrafélag NF. Stjórn Félags kvikmyndagerðarmanna samþykkti á stjórnarfundi í vikunni að þiggja þetta góða boð.  Norska filmforbunded er eitt sterkast stéttarfélag sem starfrækt er á Norðurlöndunum og því er aðstoð þeirra vel þegin. Áætluðu formenn félaganna að sækja um styrk til þess að halda námskeið næsta haust fyrir félagsmenn um réttindi þeirra og skyldur svo og að bjóða fulltrúum kvikmyndatökumanna, ljósamanna/grip og klippara að koma til Íslands og ræða fagleg málefni og skipulag gilda félagsins