ANIREY flautar til leiks með opnu málþingi þar sem jafningjar læra hver af öðrum, sýna verk sín og deila reynslu sinni varðandi það að segja sögur bæði frá tæknilegu og viðskiptalegu sjónarhorni.

Dagskráin verður kynnt nánar um miðjan febrúar en stolt ljóstrum við því strax upp að aðalfyrirlesarinn verður Paul Debevec, University of Southern California, sem þekktastur er fyrir að þróa CGI-tæknina er notuð hefur verið við myndir svo sem Matrix, Avatar og Interstellar.

Annan og þriðja daginn munu þátttakendur svo vinna með Animotion hugtakið, leysa ýmis verkefni og þróa nýjar hugmyndir fyrir þau verkefni sem taka þátt í smiðjunni (Hægt er að taka þátt með eða án eigin verkefnis).

Dagskrá:

  • Miðvikudagur 18.03  –  Móttaka og kvöldverður
  • Fimmtudagur 19.03  –  Opið málþing og hittingur um framtíð kvikunar
  • Föstudagur 20.03   –  Hvernig virkar þetta? Hagnýt vinnusmiðja með Rokoko teyminu
  • Laugardagur 21.03  –  Hvernig ég nota þetta? Þróunarsmiðja fyrir verkefnin sem taka þátt
  • Sunnudagur 22.03  –  Brottför

HVERS VEGNA ANIREY?

Hugmyndin að ANIREY spratt af brýnni listrænni þörf þegar heimildarmyndagerðarmennirnir Vibeke og Hrabba hættu sér inn í heim kvikunar á fjárhagsáætlun heimildarmyndar. Animotion hugbúnaðurinn bauð þeim skapandi úrlausn á áskorunum þeirra og opnaði gátt inn í heim nýrra möguleika.

Við komum ANIRAY á fót til þess að deila reynslu okkar, brúa bilið milli lista-, viðskipta- og tækniheimsins og blása skapandi einstaklingum þessara heima andann í brjóst.

Stjórnendur ANIREY eru kvikmyndagerðarmennirnir Vibeke Vogel, Bullitfilm (DK) og Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Krummafilms (IS), en framleiðandi er Cecilie Stranger-Thorsen, STRANGER (SE).

ANIMOTION HUGTAKIÐ

Danska sprotafyrirtækið Rokoko var stofnað af Jakob Balslev, útskrifuðum úr Danska Kvikmyndaskólanum og tæknifrumkvöðlinum Matias Søndergaard. Markmið Rokoko er að lýðræðisvæða kvikun með hinu einstaka og hagkvæma Animotion hugtaki.

Hingað til hefur ekki verið hægt að leika sér með og gera tilraunir með kvikun án þess að hafa til þess fjármögnun á Hollywood skala. Ferlið er óhemju tæknilegt og stíft og eftir að hafa varið fleiri vikum í að kvika kafla er erfitt að breyta þeim bara af því að menn fá nýjar hugmyndir sem þá langar að prófa.

Með hinni einstöku tækni Rokoko sem byggist á hreyfiskynjurum er þetta að breytast. Hinn hagkvæmi ‘plug & play’ hreyfiskynjunargalli gefur kvikmyndagerðarmönnum tækifæri til þess að færa mennskar hreyfingar beint inn í kvikaðan heim á rauntíma.

Nú er hægt að vinna með hreyfimyndir á sama hátt og leikna atburðarás. Það er t.d. hægt að skjóta fleiri en eina töku, gera mismunandi útgáfur af hverri senu og gefa leikurunum tækifæri til tilrauna sem aldrei fyrr. Maður tengir hreyfiskynjunargallann þráðlaust við tölvuna til þess að stjórna kvikuðum persónum, tekur upp og klippir svo kvikaða kafla.

Önnur leið til þess að nota Animotion tæknina er t.d. hreyfimyndaleikhús í rauntíma þar sem börn geta átt samskipti við kvikaðar persónur – sjá kynningu hér.

ÞÁTTTAKA

Hægt er að taka þátt í smiðjunni með eigið verkefni eða sem hluti þróunarteymis tengdu verkefnum og taka þannig þátt með annað hvort skapandi nálgun eða tækniþekkingu. (Munið að skrifa þátttökumáta ykkar í umsóknina).

Þátttakan er gjaldfrjáls. Þátttakendur greiða sjálfir ferðakostnað og gistingu (4 nætur). Sérstök tilboð verða í boði.

Umsóknarfrestur rennur út 20. febrúar. Umsækjendur verða látnir vita af niðurstöðum valnefndar stuttu síðar. Umsækjendur sem geta tekið þátt í allri smiðjunni ganga fyrir.

Komið og reisið ný landamæri með okkur!

SAMSTARFSAÐILAR & SPONSORAR

Eftirtaldir aðilar hafa með þátttöku sinni og örlátum stuðningi gert smiðju þessa að raunveruleika: