Ágæti kvikmyndagerðarmaður,

Á þeim tímamótum að Félag kvikmyndagerðarmanna hefur gengið inn í Rafiðnaðarsamband Íslands (RSÍ) vill ég bjóða þig sem félagsmann þess velkominn inn í Rafiðnaðarsambands fjölskylduna. Í RSÍ voru fyrir 8 aðildarfélög sem halda utan um sína félagsmenn úr mismunandi áttum. Við erum með fjögur félög sem halda utan um þá sem eru með menntun í rafvirkjun, rafveituvirkjun, rafvélavirkjun og símsmíði en þau hafa mismunandi félagssvæði um landið. Auk þess er félag fyrir rafeindavirkja, annað fyrir tæknifólk í rafiðnaði, starfsmenn hjá Símanum og dótturfyrirtækjum sem og sýningarstjórar við kvikmyndahús.

RSÍ gerir fjölda kjarasamninga fyrir félagsmenn sína en þó er einn kjarasamningur sem telst til þess að vera almennur kjarasamningur og setur þar með lágmarkslaun fyrir félagsmenn RSÍ á Íslandi. Þetta þýðir að óheimilt er fyrirtækjum að greiða laun sem eru undir töxtum kjarasamningsins en ekki síður að láta starfsmenn njóta réttinda sem eru lakari en kjarasamningurinn segir til um. Aðrir kjarasamningar eru sérkjarasamningar sem geta tryggt betri kjör, réttindi og mögulega aðrar skyldur.

Það er mér sönn ánægja að fá þig inn í samfélag rafiðnaðarmanna og vona ég að við eigum eftir að eiga gott samstarf á næstu árum. Hafir þú spurningar um starfsemi okkar, réttindi eða skyldur, rétt til styrkja eða hvað svo sem kemur upp þá hvet ég þig til að hika ekki og hafa samband við skrifstofuna hvort sem það er með því að senda tölvupóst á rsi@rafis.is, hringja í síma 580-5200 eða hreinlega að kíkja við í kaffi á Stórhöfða 31, 3. hæð.

Kær kveðja,

Kristján Þórður Snæbjarnarson