Félag kvikmyndagerðarmanna auglýsir eftir umsóknum til úthlutunar úr höfundasjóði félagsins fyrir kvikmyndir sem frumsýndar voru í fyrsta sinn 2017 eða 2018 í kvikmyndahúsum, sjónvarpi, a vef eða gefnar út á disk eða birtar emð öðrum hætti. Eingöngu er veitt höfundargreiðsla fyrir fyrstu sýningu kvikmyndar.

Rétt til úthlutunar skv. samþykktum FK eiga:

  • Kvikmyndastjórar (ekki leiknar myndir)
  • Kvikmyndatökumenn
  • Klipparar
  • Hljóðhöfundar
  • Ljósahönnuðir

 

Umsóknin er rafræn og er að finna hér.

Umsóknarfrestur er til og með 31. desember 2019.
Ekki verður tekið tillit til umsókna sem berast eftir þann tíma.