Helstu verkefni og ábyrgð framkvæmdastjóra:

  • Stefnumótun í samstarfi og samráði við stjórn.
  • Mótun dagskrár.
  • Daglegur rekstur.
  • Öll mál sem viðkoma framkvæmd hátíðarinnar.
  • Gerð fjárhagsáætlana og reikningsskila.
  • Ráðning starfsfólks.
  • Framkvæmdastjóri sér um að afla styrkja og stuðningsaðila fyrir hátíðina sem haldin er á vormánuðum.

Hæfniskröfur:

  • Framúrskarandi leiðtoga-, samstarfs- og samskiptahæfni.
  • Reynsla af viðburðarstjórn og rekstri.
  • Sjálfstæði, frumkvæði og skipulögð vinnubrögð.
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku. Önnur tungumálakunnátta styrkir umsókn.
  • Æskilegt er að viðkomandi hafi þekkingu á kvikmyndum og kvikmyndaiðnaðinum en það er þó ekki skilyrði.
  • Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem allra fyrst en um er að ræða fulla stöðu í um það bil 5 mánuði á ári.

Umsóknarfrestur er til og með 3. nóvember 2022.

Ferilskrá skal fylgja umsókn og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni viðkomandi til að gegna starfinu.

Umsóknir sendist til:  stockfishumsoknir@gmail.com