Ert þú með heimildaverk sem er við það að klárast eða er komið vel á veg og tilbúið til kynningar?
Umsóknarfrestur Skjaldborgar er 30. mars! Skjaldborg verður haldin á Patreksfirði um hvítasunnuhelgina 26. — 29. maí 2023.
Þær íslensku heimildamyndir sem frumsýndar eru á hátíðinni keppa um verðlaunin Einarinn, áhorfendaverðlaun sem hafa verið veitt frá upphafi og dómnefndarverðlaunin Ljóskastarann. Vegleg verðlaun eru veitt frá diggum stuðningsaðilum hátíðarinnar, þar á meðal þjónusta að verðmæti 1 milljón frá Kukl og 500 þúsund Trickshot.
Umsóknarform er aðgengilegt í gegnum vef hátíðarinnar, skjaldborg.is
Hægt er að sækja um í tveimur flokkum, frumsýning á heimildamynd eða verk í vinnslu.
Nánari upplýsingar á
www.filmfreeway.com/Skjaldborg
www.skjaldborg.is
Skjaldborg – Hátíð íslenskra heimildamynda
www.instagram.com/skjaldborg_heimildamyndahatid/
#skjaldborg #icelandic #documentaries #documentary #filmfestival #documentaryfilmfestival #heimildamyndir #heimildamyndahátíð #patreksfjordur #westfjords #iceland