Nordisk Panorama er flaggskip norrænna heimildamyndahátíða

Félag Kvikmyndagerðarmanna kynnir með stolti samstarf við samnorrænu kvikmyndahátíðina Nordisk Panorama.

Til þess að heiðra hið einstaka starf framleiðenda heimildamynda hefur Nordisk Panorama hleypt af stokkunum nýjum verðlaunum, Besti Norræni Framleiðandinn, framleiðendaverðlaun sem verða styrkt af fagfélögum á Norðurlöndunum, þar á meðal FK. Tilnefningarnar verða í höndum leikstjóra heimildamynda en dómnefnd fyrir Íslands hönd verður skipuð af stjórn FK.

Þessi árlegu verðlaun hlýtur framleiðandi heimildamynda sem á skilið sérstaka viðurkennningu fyrir nýleg verkefni innan norræna heimildamyndaiðnaðarins – Leiðtogi sem hefur sýnt hugrekki og áræðni, varðað nýjar leiðir, lagt hönd á plóg við ræktun nýliða í greininni og stuðlað að framförum heimildamyndalistformsins.

Einn framleiðandi frá hverju Norðurlandanna fimm verður tilnefndur á grundvelli verka sem hún/hann hefur innt af hendi síðastliðin 5 ár.
Tilnefningar skulu innihalda röksemdafærslu upp á um það bil 250 orð hvers vegna þessi persóna er verðug til að hljóta þessi verðlaun. Leikstjórar hvers lands fyrir sig munu tilnefna verðlaunahafa.

Kynningarherferð með hinum tilnefndu verður svo hleypt af stokkunum fyrir Nordisk Panorama-hátíðina í haust. Stjórn Nordisk Panorama velur einn vinningshafa úr hópi þessara fimm tilnefninga. Stjórnarfólk Nordisk Panorama teljast ekki hæf til tilnefningar
fyrir þessi verðlaun.

Hin fimm tilnefndu verða gestir Nordisk Panorama hátíðarinnar og boðin á verðlauna Galakvöld í ráðhúsi Malmö þar sem sigurvegarinn verður tilkynntur. Sigurvegarinn hlýtur peningaverðlaun að upphæð 10.000.- evra styrkt af Dönsku framleiðendasamtökunum, Samtökum norskra framleiðenda, Hljóð- og myndmiðlaframleiðendum í Finnlandi (APFI), Finnska heimildamyndafélaginu, Filmproducenternas rättighetsförening (FRF), og Félagi íslenskra kvikmyndagerðarmanna (FK).

Tilnefningum ásamt röksemdafærslu skal skila inn til og með 15. júní 2023 til FK á info@fkvik.is merkt Besti norræni framleiðandinn

Verðlaunagala Nordisk Panorama 2023 fer fram þriðjudaginn 26. september.