Heimildamyndahátíðin Skjaldborg, sem haldin er árlega um hvítasunnu á Patreksfirði, stendur fyrir viðburðum og sýningum á völdum myndum úr dagskrá nýliðinnar hátíðar í Bíó Paradís dagana 15.-16. september.

Helgin hefst með meistaraspjalli með Mörtu Andreu, framleiðanda og ráðgjafa við þróun heimildamynda, föstudaginn 15. september kl. 10:00-13:00. Meistaraspjalli fer fram í samstarfi við höfundasmiðjur SKL í umsjón Yrsu Roca Fannberg.

Laugardaginn 16. september kl. 13:30 fara fram pallborðsumræður um framtíð heimildamyndagerðar á Íslandi. Þátttakendur í pallborðinu eru Gísli Snær Erlingsson, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, Helga Brekkan, ráðgjafi við Kvikmyndamiðstöð Íslands, Margrét Jónasdóttir, aðstoðardagskrárstjóri RÚV, og höfundar og framleiðendur innan heimildamyndafagsins á Íslandi. Stjórnandi pallborðsins er Kristín Andrea Þórðardóttir.

Aðgangur að meistaraspjallinu og pallborðsumræðunum er gjaldfrjáls.

Nánari upplýsingar má nálgast hér