HVAÐ FÆRÐ ÞÚ MEÐ FÉLAGSAÐILD?

  • Sparar þér fjármuni: Félagsmenn fá aðildarkort með afsláttartilboðum á vörum og þjónustu. 

  • Styðjum verkefnin þín: Félagsmenn með tilkall til höfundaréttar og hafa greitt félagsgjöld samfleytt í 3 ár eða lengur geta sótt um styrk í Menningarsjóð FK.

  • Samið um kaup og kjör: Allir félagsmenn njóta góðs af samningagerð við vinnuveitendur um bætta stöðu félagsmanna.

  • Vera áhrifavaldar: Með þátttöku á félags- og aðalfundum verður til samtal og upplýsingastreymi til félagsmanna um stefnu stjórnvalda og annara fagfélaga. Þannig styðjum við kvikmyndalist á Íslandi.

  • Tengslanet Víðtækt tengslanet í bransanum.

Til að öðlast félagsréttindi þarftu að hafa lokið a.m.k. eins árs námi frá viðurkenndum kvikmyndaskóla eða hafa sinnt skapandi eða sérhæfðum störfum við kvikmyndagerð í minnst 12 mánuði.

AFSLÆTTIR FÉLAGSMANNA

Kæru félagsmenn á meðan þessir fordæmalausu tímar ganga yfir erum við að hefja samtal við okkar helstu bakhjarla varðandi verslun og þjónustu. Við munum uppfæra þessa síðu um leið og fregnir berast um afsláttarkjör. Þar til af því verður hvetjum við meðlimi til að uppfæra upplýsingar sínar fyrir meðlima skýrteini en við stefnum að því að gefa út ný skýrteini á næsta aðalfundi. Hægt er að uppfæra upplýsingar undir nýskráning.

Afslættir tilkynntir síðar