Stéttarfélag

Home | Félagsmenn | Stéttarfélag
Stéttarfélag2020-04-27T16:57:11+00:00

HVAÐ FÆRÐ ÞÚ MEÐ STÉTTARFÉLAGSAÐILD?

 • Sparar þér fjármuni: Afsláttartilboð á vöru og þjónustu finnurðu á Mínar síður, sjóðirnir okkar niðurgreiða ýmsa þjónustu og endurmenntunarmöguleika, við grípum þig þegar eitthvað óvænt kemur upp og tryggjum meðal annars að lífeyrisgreiðslur til efri áranna skili sér á réttan stað.

 • Styður við starfsferil þinn, erum ekki bara til staðar þegar vandamálin dúkka upp, því við leggjum einnig okkar af mörkum til að styðja þig til að þróa starfsferil þinn á jákvæðan hátt.

 • Samið um kaup og kjör, í flestum tilfellum ná samningar RSÍ til allra vinnuveitenda á Íslandi og leggjum við okkur fram við að bæta stöðu heildarinnar en við styðjum félaga okkar við gerð samninga við vinnuveitendur byggða á…

 • Ráðgjöf þegar þú þarfnast þess, félagið og RSÍ er í góðri aðstöðu til að aðstoða við vandamál sem koma upp við vinnu. Í flestum tilfellum þekkjum við til vinnuveitanda þíns og samninga, skilmála og skyldur þá sem unnið er eftir á þínum vinnustað.

 • Greiddur lögfræðikostnaður, ef brotið er á félaga, ólögleg uppsögn, öryggi á vinnustað veldur slysi/afleiðingum, höfum við lögfræðinga á okkar snærum sem aðstoða félaga.

 • Tengslanet Víðtækt tengslanet í bransanum.

STERKARA STÉTTARFÉLAG Í FARVATNINU

Félag kvikmyndagerðarmanna (FK), Félag sýningarstjóra við kvikmyndahús (FSK) og Félag tæknifólks í rafiðnaði (FTR) hafa tekið höndum saman um að mynda eitt stórt og sterkt félag saman. Verið er að vinna að tæknilegum úrlausnum og þess að vænta að áður en hið merka ár 2020 er úti verði sú vinna kláruð.

AFSLÆTTIR OG ORLOFSHÚS

Afslættir: Best er að finna alla afslætti stéttarfélagsins á heimasíðu Rafís þar sem þeir geta verið breytilegir.

Orlofshús: Rafís er með mikið úrval af orlofshúsum og íbúðum víðsvegar um landið. Rétt til úthlutunar orlofshúsa eiga allir félagsmenn í RSÍ sem hafa greitt til sjóðsins í að minnstakosti 6 mánuði áður en þeir eiga möguleika á leigu orlofshúsa eða íbúða. Frekari upplýsingar um orlofshús skal skoða á orlofssíðu Rafís.

SJÚKRASJÓÐUR OG STYRKIR

 • Fullan rétt hafa þeir sem greitt hafa í stéttarfélagið í 6 mánuði eða lengur.
 • Bendum á Mínar síður fyrir nýjustu og nánari upplýsingar um sjúkrasjóði og styrki.
Sjúkradagpeningar2019-11-08T21:00:13+00:00
 • Styrktar- og sjúkrasjóður
 • Dagpeningar greiðast frá þeim tíma að lögboðinni eða samningsbundinni kaupgreiðslu frá atvinnurekanda lýkur. 
 • Sjálfstætt starfandi einstaklingar bera ábyrgð á 4 vikum eftir að einstaklingur þarf að leggja niður störf. 
 • Endurnýja þarf umsókn um dagpeninga við lok bótatímabils vari veikindi áfram.
 • Framkvæmdastjórn sjóðsins metur hvort dagpeningar eru greiddir lengur en eitt bótatímabil og hvaða dagpeningar eru þá greiddir.
 • Frekari upplýsingar varðandi sjúkrapeningar er að finna á heimasíðu Rafís.
Hjartavernd2020-04-22T17:17:35+00:00
 • Styrktar- og sjúkrasjóður
 • Greiddur er hluti af skoðunargjaldi.
 • Sjá upphæðir á mínar síður.
Krabbameinsskoðun2020-04-22T17:16:49+00:00
 • Styrktar- og sjúkrasjóður
 • Greitt er fyrir skoðun upp að ákveðinni upphæð sjá mínar síður.
Lækniskostnaður2020-04-22T17:11:34+00:00
 • Styrktar- og sjúkrasjóður
 • Styrktarsjóði er heimilt að taka þátt í kostnaði félagsmanna vegna kostnaðarsamra læknisaðgerða. (Ekki almennar tannviðgerðir fyrir utan “implant” tannlæknaaðgerð)
 • Styrkur er metinn hverju sinni auk þátttöku í ferðakostnaði sé um það að ræða. 
Sjúkraþjálfun/ Endurhæfing2020-04-22T17:10:13+00:00
 • Styrktar- og sjúkrasjóður
 • Greitt er fyrir ákveðið mörg skipti árlega hjá löggiltum meðferðaraðila eins og sjúkraþjálfara, kírópraktor, sjúkranuddara og osteopata. 
 • Meðferð skal falla undir löggildingu viðkomandi starfsstéttar. 
Viðtalsmeðferð/sálfræðingur2020-04-22T17:09:22+00:00
 • Styrktar- og sjúkrasjóður
 • Heimilt er að styrkja sjóðfélaga vegna viðtalsmeðferðar hjá viðurkenndum sálfræðingi eða félagsráðgjafa. Meðferð skal falla undir löggildingu viðkomandi starfsstéttar.
Andlát sjóðsfélaga2020-04-22T17:06:44+00:00
 • Greiðsla til aðstandanda vegna útfararkostnaðar, enda hafi viðkomandi verið sjóðfélagi í a.m.k. 6 mánuði þegar dauða hans bar að höndum.
 • Greiðsla til eftirlifandi maka eða forráðamanni barns félagsmanns fyrir eitt barn undir 18 ára aldri á framfæri viðkomandi.
 • Heimilt er að greiða vegna barna allt til 21 árs aldurs, enda hafi barn sannarlega verið á framfæri sjóðfélaga og er ekki á vinnumarkaði.
Eingreiddar dánarbætur2020-04-22T17:07:02+00:00
 • Við andlát félagsmanns fær aðstandanda greiðslu vegna útfararkostnaðar, enda hafi viðkomandi verið sjóðfélagi í a.m.k. 6 mánuði þegar dauða hans bar að höndum.
 • Greiðsla til eftirlifandi maka eða forráðamanni barns félagsmanns. Heildarupphæð deilist jafnt á hvert barn.
 • Heimilt er að greiða vegna barna allt til 21 árs aldurs, enda hafi barn sannarlega verið á framfæri sjóðfélaga og  ekki á vinnumarkaði.
Námskeiðsstyrkir2020-04-22T18:12:48+00:00
 • Sambandssjóður
 • Sjá nánar um skilyrði og upphæðir á mínar síður.
Starfstengdir styrkir, einstaklings/framhaldsnám2020-04-22T17:28:14+00:00
 • Sambandssjóður
 • Eingöngu námskeið á fagsviði umsækjenda eru styrkhæf. 
 • Ekki eru veittir styrkir til sambærilegs náms eða námskeiðs og er í boði hjá RAFMENNT. 
 • Greinargerð þarf að fylgja umsókn þar sem fram kemur um hvað námskeið fjallar, námslengd og hvar og hvenær námskeiðið er haldið sem og lýsing á starfssviði umsækjenda.
 • Sjá nánar um skilyrði og upphæðir á mínar síður.
Ferðastyrkur2020-04-22T17:25:16+00:00
 • Styrktar- og sjúkrasjóður
 • Til að jafna aðstöðu þeirra sem búa á landsbyggðinni tekur sjúkrasjóður þátt í ferðakostnaði þeirra sem þurfa að fara landshluta á milli til aðgerða eða rannsókna að læknisráði. 
 • Sækja þarf um styrk til TR,  hafni TR greiðslu er fengin greiðsla úr sjóðunum.
 • Hámarks fjöldi ferða er fyrir hvert ár.
 • Sjá nánari upplýsingar og upphæðir á mínar síður.
Fæðingarstyrkur2020-04-22T17:23:27+00:00
 • Styrktar- og sjúkrasjóður
 • Að félagsmaður taki æðingarorlof. 
 • Styrkupphæð miðast við hvert barn og að foreldri hafi stundað 100% vinnu sl. 6 mánuði fyrir fæðingu/ættleiðingu barns/barna. 
 • Styrkurinn lækkar í hlutfalli við starfshlutfall félagsmanns. Þurfi félagsmaður að draga úr vinnu eða hætta störfum vegna veikinda fyrir fæðingarorlof skal horfa til starfshlutfalls fyrir veikindin. 
 • Mögulegt er að nýta styrkinn upp að 24ra mánaða aldri barns. Vekjum athygli á að styrkurinn fæst ekki greiddur fyrr en allt að þremur mánuðum eftir töku fæðingarorlofs.
 • Sjá upplýsingar og upphæðir á mínar síður.
Gleraugnastyrkur2020-04-22T17:19:13+00:00
 • Styrktar- og sjúkrasjóður
 • Heimilt er að styrkja kaup á gleraugum á nokkurra ára fresti.
 • Sjá nánari upplýsingar og upphæðir á mínar síður.
Líkamsræktarstyrkur2020-04-22T17:08:06+00:00
 • Styrktar- og sjúkrasjóður
 • Heimilt er að styrkja sjóðfélaga vegna þjálfunar í líkamsræktarstöðvum, sundstöðum ( 6 mánaða kort eða árskort, ekki stakir sundtímar), dansskólum (námskeið) og íþróttafélögum vegna íþrótta. Að því tilskyldu að það sé til 2ja mánaða eða lengur. 
 • Líkamsræktarstyrkur fyrir félagsmenn sem komnir eru á eftirlaun.
Tjaldvagnastyrkur2020-04-22T20:30:11+00:00