FÉLAG TÆKNIFÓLKS

Félag tæknifólks telur vel yfir 1500 félaga.

Félagið heldur utan um félaga sína sem starfa í mörgum greinum á fjölmörgum vinnustöðum og gætir hagsmuna þeirra sem snúa að vinnuveitanda.

Félagið, með aðild að RSÍ, styrkir félaga sína út frá þeim reglum sem um sameiginlega sjóði sambandsins og aðildarfélaga þeirra gilda hverju sinni.

HVAÐ FÆRÐ ÞÚ MEÐ STÉTTARFÉLAGSAÐILD?

  • Sparar þér fjármuni: Afsláttartilboð á vöru og þjónustu finnurðu á Mínar síður, sjóðirnir okkar niðurgreiða ýmsa þjónustu og endurmenntunarmöguleika, við grípum þig þegar eitthvað óvænt kemur upp og tryggjum meðal annars að lífeyrisgreiðslur til efri áranna skili sér á réttan stað.

  • Styður við starfsferil þinn, erum ekki bara til staðar þegar vandamálin dúkka upp, því við leggjum einnig okkar af mörkum til að styðja þig til að þróa starfsferil þinn á jákvæðan hátt.

  • Samið um kaup og kjör, í flestum tilfellum ná samningar RSÍ til allra vinnuveitenda á Íslandi og leggjum við okkur fram við að bæta stöðu heildarinnar en við styðjum félaga okkar við gerð samninga við vinnuveitendur byggða á…

  • Ráðgjöf þegar þú þarfnast þess, félagið og RSÍ er í góðri aðstöðu til að aðstoða við vandamál sem koma upp við vinnu. Í flestum tilfellum þekkjum við til vinnuveitanda þíns og samninga, skilmála og skyldur þá sem unnið er eftir á þínum vinnustað.

  • Greiddur lögfræðikostnaður, ef brotið er á félaga, ólögleg uppsögn, öryggi á vinnustað veldur slysi/afleiðingum, höfum við lögfræðinga á okkar snærum sem aðstoða félaga.

  • Tengslanet Víðtækt tengslanet í bransanum.

STERKARA STÉTTARFÉLAG Í FARVATNINU

Félag kvikmyndagerðarmanna (FK), Félag sýningarstjóra við kvikmyndahús (FSK) og Félag tæknifólks í rafiðnaði (FTR) tóku höndum saman 2020 og mynduðu eitt stórt og sterkt félag saman. Með sameiningunni fór stéttarfélgshluti FK alfarið yfir til FTF.

AFSLÆTTIR OG ORLOFSHÚS

Afslættir: Best er að finna alla afslætti stéttarfélagsins á heimasíðu Rafís þar sem þeir geta verið breytilegir.

Orlofshús: Rafís er með mikið úrval af orlofshúsum og íbúðum víðsvegar um landið. Rétt til úthlutunar orlofshúsa eiga allir félagsmenn í RSÍ sem hafa greitt til sjóðsins í að minnstakosti 6 mánuði áður en þeir eiga möguleika á leigu orlofshúsa eða íbúða. Frekari upplýsingar um orlofshús skal skoða á orlofssíðu Rafís.

SJÚKRASJÓÐUR OG STYRKIR

Félagar hafa fullan aðgang að orlofskerfi, afsláttarkerfi og öðrum sjóðum RSÍ auk viðburða sem RSÍ stendur fyrir.

Styrki er hægt að sækja um úr sjóðum RSÍ en þeir skiptast í styrktar- og  sjúkrasjóð, sambandssjóð, orlofssjóð og menntasjóð.

  • Fullan rétt hafa þeir sem greitt hafa í stéttarfélagið í 6-24 mánuði eða lengur.
  • Bendum á Mínar síður fyrir nánari upplýsingar um sjúkrasjóði og styrki.